Þá er maður kominn í eitt enn ferðalagið, en nú er ég á Akureyri í heimsókn hjá börnunum mínum og er það alveg frábært. Við vorum á bæjarrápi í sólinni í gær og í dag fórum við í Kjarnaskóg í 20° hita allavega, þegar tímaklukkufólkið þurfti að fara heim (Dísa þarf að gefa litla að drekka á 3ja tíma fresti)
þá fórum við Einar Hallur í Listigarðinn að skoða plöntur og mannlíf, bara ljúft. svo gerum við eitthvað skemmtilegt á morgun , gera litla óþekkan eða þannig.

M