Jæja, nú er maður sko búinn að vera slappur í blogginu það sem af er sumri, en margt hefur skeð og ætla ég að setja það hér inn svona smásaman.
22,júní fæddist okkur barnabarn, 11 marka strákur sem kom með látum, Dísa var send með sjúkraflugi til Reykjavíkur 8. júní, en læknunum tókst að seinka fæðingu um tvær vikur og munaði mikið um það en barnið átti að fæðast 15. ágúst. Voru svo þau hjónakornin hér hjá okkur þar til ákveðið var að taka drenginn með keisara 22 júní, gekk það allt vel og fór litli kúturinn í öndunarvél til að byrja með og gekk allt vel, hann fékk smá gulu eins og fyrirburar fá víst alltaf, svo kom Dísa heim af spítalanum en þurfti að fara niður á deild á 3ja tíma fresti að gefa honum, loksins var ákveðið' að senda þau mæðginin heim með áætlunarflugi og fór hjúkka með þeim. Drengurinn var lagður inn á Akureyrarspítala þegar hann kom norður en er nú kominn heim og gengur allt ljómandi vel. Tengdaforeldrar hennar og strákarnir komu suður eina helgina til að skoða piltinn og var þetta allt mjög gaman.
Svo kom Einar Hallur og fjölskylda þegar Dísa og family fóru heim. Skrifa meira seinna.

M