Um síðustu helgi fórum við í Sanddalinn og vorum komin fyrir myrkur og náðum að kynda vel upp í kotinu fyrir nóttinan, annars var veðrið frekar rysjótt, rok og rigning og stundum él.
Smári og Júlía höfðu komið á fimmtudeginum og fóru þau heim á laugardag. Smári hafði farið með æti upp eftir á mánudeginum og var eitthvað búið að ganga í það hjá honum , en enginn rebbi lét sjá sig hjá þeim. Það var lítið líf , sáum einn krumma og búið.
Áin var að riðja sig og var þó nokkur klakastífla í gilinu fyrir ofan hjá okkur, svo í eftirmiddag á föstudeginum brast stíflan og var gaman að fylgjast með því.
Annars vorum við bara í afslöppun, fórum aðeins upp á heiði að athuga hvort búið væri að bera út æti hjá Valda, en svo var ekki, kannski er hann bara hættur. Fórum svo inn dal og var mesti snjórinn þar.
M