Við eyddum helginni í góðu yfirlæti í Sanddalnum í fallegu veðri, 6° frost,logni og tunglskinsbjörtu.
Vorum boðin í mat til Kalla og Hafrúnar, læri að dalasið mjög gott, svo var tekið á móti okkur með flugeldasýningu og fíneríi. Það fór allt á flot hjá okkur í eldhúsinu, en botninn á vatnsfötunni okkar sprakk svo það varð að kynda látlaust alla helgina til að reyna að þurrka bleytuna, svo er bara að sjá til í vor hvort viðurinn hafi skemmst eitthvað.Fórum í bíltúr inn í Geststaðaskóg til að athuga með dýralíf en sáum ekkert kvikkt þar, það voru tvær rjúpur fyrir ofan hjá Kalla og einn krummi á sveimi um dalinn.
M