Ég skrapp til Akureyrar í vikunni til að hitta fólkið mitt fyrir norðan, kom á miðvikudegi í ágætu veðri og fór til baka í skítaveðri á föstudegi, veturinn var sko kominn þar. Við borðuðum öll saman hjá Dísu um kvöldið og vorum með hreindýrasteik.Svo vorum við á þvælingi eftir skólann, en Dísa var búin snemma, hún er með nokkra áfanga í Verkmenntaskólanum. Bæði kvöldin spiluðum við Einar Geir Olsen olsen og fóru leikar 10-7 fyrir Einari Geir, hann er ansi glúrinn. Helgi Þór var bara að spila við sjálfan sig og kannski eins gott því spilin voru meira og minna á gólfinu. Heimsótti svo Einar Hall og familíu á fimmtudag og var það fínt, snoðaði kallinn í leiðinni en hann var farinn að geta tekið í tagl.
Kom heim í rok og rigningu. Takk fyrir mig.