Þá erum við búin að vera í nokkra daga í dalnum og fórum á heiðina í gæs, það var nú ekki mikið flug, aðeins fyrra kvöldið en langt frá okkur seinna kvöldið, fengum samt 2 heiðargæsir stórar og bústnar.
Svo fórum við að skoða Reykjadalinn , en innst í honum er haft þar sem maður kemst bara fótgangandi yfir til að fara inn á sandinn, þar var mikið um boð og bönn eins og myndirnar sýna. Svo er bara stóra spurningin, á maður eitthvað að virða þessi skilti, við erum þegnar í þessu guðs volaða landi og okkur ætti að vera heimilt að fara um það og njóta náttúrunnar.
M