Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
06.07.2009 00:123-5 júlí 2009 og nýjar myndirÞá er góðri helgi lokið.Við fórum í Úthlíðina í afmæli hjá Kristbjörgu en hún varð 3ja áraog fengum við þar kaffi , kökur og osta, aldeilis flott. Svo var haldið í Sanddalinn og var blíðskapar veður allan tímann, á laugardeginum elduðum við saman hjá Hafrúnu og Kalla og var borðað úti og drollað þar fram eftir kvöldi. Það er einhver að flytja í bústaðinn við hliðina á okkur spurning hvort það sé ekki bara gott fólk. Ákváðum að fara í samfloti og vera sem minnst á þjóðveg 1 og tókst það með ágætum, fórum og fengum okkur ís í Baulu og svo var farið Stafholtstungurnar og sem leið lá inn Reykholtsdalinn stoppuðum aðeins á planinu hjá Barnafossum, þar kíkti ég inn í söluskálann sem þar er en Augastaðahjónin reka hann og þar hitti ég húsfrúna ¨Jóhönnu¨ sem var með mér í skóla í Reykholti fyrir 47 árum og er alltaf gaman að hitta gamla skólafélaga.Þaðan lá leiðin í kaffisopa til Bjössa kunningja Sigurgeirs og fengum við ljúffengt bakkelsi með. Héldum svo inn á Kaldadal og var vegurinn harður eins og endranær, fór hitinn þar niður i 14° á hæðsta punkti eða í 736 m hæð. Stoppuðum svo við Uxahryggjaafleggjarann og grilluðum okkur pulsur við Minna Brunnavatn þar munaði litlu að Gaukur slyppi úr búrinu sínu og hefði þá ekki þurft að spyrja að leikslokum, svo var haldið á Þingvöll og Nesjavallaveginn tókum svo Hafravatsleiðina í bæinn og þurftum ekkert að fara út á þjóðveg 1, en ég held nú að umferðin hafi ekkert verið ofsalega mikil miða við þessa helgi. Flettingar í dag: 853 Gestir í dag: 211 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 344092 Samtals gestir: 30642 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:00:09 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is