Þá er nú þessari helgi lokið og var hún nokkuð margbreytileg, allavega hvað veður snertir á föstudag komum við í dalinn um kl. 17. og var þá hífandi rok og gekk á með dimmum éljum, á laugadag fór svo að rofa til og hlínaði aðeins, svo í morgun um kl. 6.00 var snjór yfir öllu, en um kl. 9.00 var komin rigning og rok.
Arnór Hrannar fór með vörubíl og litla gröfu og var búinn að gera tækin klár þegar við komum, svo byrjuðu þeir fjórir (Karl Hallur, Sigurgeir, Arnór Hrannar og Karl Rúnar) að vinna á fullu og voru þeir að keyra í veginn í skítaveðri til kl.23 við Hafrún gengum bara frá farangri hvor á sínum stað, ég var að ganga frá straumbreytinum sem ég kom með. Á laugardag fóru þeir að vinna um kl.9 og voru til kl. 1 eftir miðnætti, Hafrún hvíldi sig en ég fór í að tengja ný ljós í svefnherberginu hjá okkur og gerði svo bara hreint í leiðinni og eru þá vorhreingerningar frá á þessu vori. Á sunnudagsmorguninn fóru strákarnir í að fínesera eitthvað og var svo haldið heim á leið upp úr kl. 13.00.
M