Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
24.04.2009 22:26Reykjanesrúnturinn undir leiðsögnGleðilegt sumar og hafið þökk fyrir veturinn. Í tilefni dagsins þáðum við gott boð um að fara í bíltúr með Friðjóni og Soffíu og var stefnan tekin suður með sjó. Farið var til Grindarvíkur og aðeins litast um þar og meðal annars var höfnin skoðuð svo eru þeir Grindvíkingar duglegir við allskonar grjóthleðslur og kíktum við á það. Svo var fylgst með bát sem var á leið á miðin og tók hann nokkuð góðar dýfur þar sem þungt var í sjó, svo fórum við eftir strandlengjunni og gaf vel á garðana sem búið er að gera,svo kíktum við á húsin sem eru þar sem saltvinnslan var og er orðið ansi sóðalegt þarna í elsta hlutanum, annars er dreifistöð á raforku þarna í nýjum húsum, svo heyrðum við að í einu húsanna væri heilmikil sýningarsalur en við skoðum hann bara næst. Fórum svo sem leið lá út að vita, en þar var fuglinn kominn í bergið svo fór Sigurgeir upp á Valahnjúk, og vitinn stendur á Vatnshamri (minnir mig að hann heiti) svo voru æskustöðvar Friðjóns, Hafnirnar skoðaðar, en þarna bjuggu afi hans og amma en þau voru með símstöðina, Pálmi pabbi Friðjóns byggði líka sitt fyrsta hús þarna og er það merkt við mynd í myndaalbúminu, svo er þarna ættar spildan, því næst var farið niður í Sandvíkina aðeins ekið um sandinn, þarna voru líka tvö fjórhjól og virtist vera voða gaman hjá þeim. Fórum í kaffi til Pálma og Katrínar og var fólk orðið ansi svangt.Að lokum fór Friðjón með okkur um Vallarsvæðið og er það miklu stærra en við höfðum ímyndað okkur og ömurlegt að sjá meirihluta húsanna standa auð, en svona er þetta orðið víða á Íslandi. Á morgun rennur svo upp kjördagur og þá er komið að því að taka ákvörðun um xið, reyndar ætla ég nú að sleppa xinu svona einu sinni og vonandi í eina skiptið á ævinni. M Flettingar í dag: 853 Gestir í dag: 211 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 344092 Samtals gestir: 30642 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:00:09 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is