Jæja, ætli vorið sé nú komið, er að hugsa um að fara út í garð og byrja á vorverkunum, bóndinn er reyndar löngu búinn að klippa svo þá er fínhreinsunin eftir og tekur hún smá tíma og svo þarf að færa nokkrar plöntur og stinga með öðrum sem eiga að fara í bústaðinn.Hann liggur bara í leiðindar rigningu eins og er. Við fórum í fermingu til Söru Dýrleifar hennar Guðrúnar Höllu á laugardaginn og var það skemmtileg samkunda.Svo þarf maður að fara að taka afstöðu um hvað á að kjósa, "Hvað gera flokksbundir sjálfstæðismenn sem eru ósáttir" jú, jú þeir skila
auðu eða allavega ég. Ég var alveg sammála konu einni sem skrifaði í blöðin í gær að telja ætti auða seðla sér og ef fengist þingsæti út á þá, þá á bara að hafa einn þingstólinn auðann á komandi þingi.
Eg hef ekki orðið vör við neina breytingu hjá sitjandi stjórn og sé ekki að það verði neinar breytingar framundan þar sem hver höndin er upp á móti annari, en allir í hagsmunapoti eins og tíðkast hefur í
"Bananalýðveldinu Íslandi" Svo vil ég að útrásarvíkarnir verði gerðir brottrækir frá landinu í a.m.k 15 ár.Svona liggur á mér í dag.
Ætli ég geti ekki fengið keypta þessa skútu sem búið er að leggja hald á vegna fíkniefnainnflutnings?
M