09.04.2009 23:36
Þá er Dymbilvikan langt komin, Einar Hallur,Ísól og Malik(+2 hundar) komu í bæinn á þriðjudagskvöldið svo á miðvikudag fórum við að skoða í búðir, ekkert verslað nema einhverjir tölvuleikir sem Ísól og Einar gáfu Malik. Svo kom nú svolítið uppá, en Mjallhvít "litla dýrið" slapp út og týndist og fóru þau hjónaleysin Einar og Ísól út að leita og fundu ekki tíkina svo það varð grátur og sorg, hringt í lögguna og upp að Leirum og auglýst eftir henni á netinu, en ekkert gekk, svo kom Kalli mágur í heimsókn og þegar hann var á leiðinni heim til sín sá hann"litla dýrið" svo Ísól var flót að fara og grípa hana og urðu þá allir glaðir á ný.
Í dag fórum við í fermingu hjá Jóni Elí og var hún mjög skemmtileg, enda alltaf gaman þegar glatt fólk hittist.Svo bakaði ég eina tertu fyrir morgundaginn og lagaði í einn heitan rétt.
Í eftirmiðdaginn komu Árni bróðir og Kristín og voru þau hress í anda að vanda, annars var Kristín hálf lappalaus og í giktarkasti (rauðum úlfum) svo fóru Einar Hallur og family til pabba hennar í mat svo eru þau núna einhverstaðar í heimsókn.