Einar Hallur og fjölskylda komu í bæinn á föstudagskvöldið og gekk ferðin sæmilega, skyggni slæmt, éljagangur og hálka en hafðist allt. Við Ísól og Malik fórum á smá þvæling á laugardaginn kíktum í Kolaportið og hittum þar nokkra sem við þekktum svo var farið í Krepputorg og þar fengum við okkur smá kaffisopa á efri hæðinni í ILVU annars var ekkert verslað bara svona verið að skoða, Einar Hallur fór líka á einhvern þvæling með Kidda frænda en Sigurgeir fór út að ganga með Úlf og fann úlfur tvær rjúpur og svo sáu þeir sel í voginum. Borðuðum hreindýr í kvöldmat, innanlæri með sherryrjómasósu, grænmeti og brúnuðum kartöflum og tókst mjög vel. Í dag sunnudag fóru þau krakkarnir til Rósu systir Ísólar og kom pabbi hennar og hans kona þangað líka en hún var með síðbúinn morgunverð (eða eins og sagt er "Bruns") Svo lögðu þau af stað um kl. 14 og gekk heimferðin hjá þeim vel. Við kíktum til tengdó og var fjölmennt þar.
M