Á laugardag fórum við á byssusýninguna hjá Palla frænda og var það ágæt,t en það var mikið að gera hjá kappanum svo við kíkjum til hans seinna þegar minna er um að vera, Svo fórum við í gegnum Gaulverjabæjinn og upp á Selfoss, hálf fannst okkur nú Flóinn lítið spennandi staður, en frá Selfossi fórum við í Grímsnesið og svo upp hjá Ljósafossvirkjun og Þingvalla leiðina heim í ágætu veðri sáum svolítið af rjúpum í Miðfellslandinu.
Á sunnudag fórum við í smá bíltút, kíktum í Snarfara og svo niður á höfn, svo var farið út í Gróttu og að Bakkatjörn og var mikið fuglalíf þar, fórum svo Ægissíðuna og var fallegt þar.Svo var farið heim og fljótlega komu Stefán og Díana í kaffisopa, svo var bara helgin búin!
M