Óli bró var með síðbúinn morgunverð í tilefni dagsins, en hann varð aðeins hænufeti eldri og var það virkilega fínt hjá þeim. Svo fórum við í bíltúr, dóluðum okkur af stað, en rólega samt því Friðjón og Soffía voru á leiðinni til að fara með okkur. Við kíktum upp í Bringur og er kominn línuslóði þaðan og inn á heiði.Fórum svo upp í Skálafell og komu félagarnir þangað, ókum svo í rólegheitum til Þingvalla og þaðan Gjábakkaveg að skilti sem vísar til vörðu og fórum þann slóða en hann er stikaður og var færðin bara nokkuð góð. Það var alveg aragrúi að sleðafólki þarna ábyggilega um 100 bílar.
Við keyrðum inn að vörðu sem kallast víst í daglegu tali Bragabót.Kíktum svo inn að Valhöll og var þá orðið það áliðið að við strauuðum okkur heim á leið, komum við hjá Kalla og Hafrúnu og fengum kaffisopa. Fínn dagur.
M