Jæja, þá er nú farið að síga á seinnihluta janúar. Það hefur frekar lítið verið um að vera i síðustu viku, ég fór nokkrum sinnum á röltið svo kíkti ég til mömmu og pabba, tengdamömmu og heimsótti Hafrúnu á spítalann á fimmtudaginn og er hún aðeins að lagast blessunin. Við kíktum svo á hana aftur í dag og sér maður alveg dagamun á henni, fórum svo í kaffi til Hrannar og Gunnars, hjálpuðum svo tengdó til að flytja sig á milli herbergja en það gerir hún nokkuð reglulega. Reyndar skruppum við til Óla og Möggu í gær og voru þau hress að vanda, Óli ætlar að mæta aftur til vinnu á mánudag en hann fór í aðgerð á fæti og er allur að jafna sig. Ég tek þátt í verkefni sem Hagstofan stendur fyrir um rannsókn á útgjöldum heimilanna, en út frá þessari rannsókn er vísitala framfærslu reiknuð. Það er áhugavert.
M