Við fórum í Heiðmörkina í dag í ágætis veðri en samt var dumbungur og fljúgandi hálka.
Sáum 2 kanínur og 1 rjúpu á þeirri leið og mikið af útivistarfólki.
Svo fórum við upp í Kaldársel og var margt um manninn þar, sáum fálka reka upp og elta rjúpu en hann snéri fljótlega frá henni.
Kíktum svo í kaffi til Hrannar og Gunnars og skoðuðum páfagauksungana hjá þeim en þeir eru 3 og hafa stækkað svaka mikið síðan síðast, annars er hausinn á þeim stærðstur eins og er.
M