Ég keypti mér uppháa gönguskó fyrir tveimur árum hjá Icefine í Nóatúni og er mér búið að líka mjög vel við þá vatnsþéttir og þægilegir svo þarf maður ekki að nota legghlífar með þeim.
En núna í haust tók ég eftir að saumar yfir tánum voru farnir að slitna og gúmmíið farið að losna frá, svo þegar bóndinn átti leið í búðina þá spurði hann afgreiðslumanninn hvert væri best að fara með þá í lagfæringu, koma bara með þá til mín var svarið og gerði ég það nokkrum dögum seinna, hann skoðaði skóna, rétti mér svo nýja skó sem var aðeins búið að breyta hönnuninni á svo gúmmíið næði lengra upp að ristinni og fyrir þetta mátti ekkert borga þetta væri bara inni í þjónustunni og ætti að duga árum saman, þetta er náttúrulega bara frábær þjónusta og kem ég til með að versla útivistarfatnað hjá þeim í framtíðinni, svo er nú ekki verra að það er mjög gott verð á vörunum hjá þeim.
En senn líður að jólum, er aðeins að byrja að setja upp jólaljós og pússa glugga, þvo gardínur, baka svolítið og kaupa flestar jólagjafirnar svo það er ekki mikið eftir þó á ég eftir að skrifa kortin.
Við fórum í menningarferð til Hafnarfjarðar á laugardaginn, skoðuðum jólaþorpið, búðirnar og fórum svo
og skoðuðum myndlist Í Hafnarborg kíktum svo á Sigga mág og svo til Fanneyjar og Gústa.
M