Tröllakirkja á HoltavörðuheiðiÞá er fyrsta helgin á rjúpu liðin og gekk okkur þokkalega vorum með 6 á laugardag og 9 á sunnudag.Menn voru svona með 0 til 5 fugla sem við töluðum við, göngufærið var mjög slæmt og voru sumir á þrúgum en maður fór niðrúr í öðru hvoru skrefi.
Það voru um 30 bílar á heiðinni á laugardag en sáum engan í morgun en heyrðum 1 skot.
Á laugardag sáum við bíla fara upp slóðann hjá Fornahvammi en þeir komust ekki eftir honum upp þá tóku þeir stímið beint upp múlann og var ömurlegt að sjá hvernig þeir óðu upp landið utanvegar beint af augum og voru þetta meðal annars merktir ferðaþjónustu bílar.
Og var þessi einn af þeim, merktur bak og fyrir
" The Mountaineer of Iceland" og sáum við hann svo langt inn á fjöllum, þar sem hann bar við himinn á móts við Tröllakirkju að vestanverðu. Það ætti nú að taka svona fyrirtæki sem ganga ömurlega um landið okkar hreinlega úr umferð og svo kalla þessir menn sig ferðafrömuði.
Svo voru menn í landi Sandalstungu í Norðurárdal og þar á meðal voru menn á tveimur fjórhjólum og með pinnalausar byssur og fótbraut annar þeirra sig.
M