Þá er þessi vikan að verða liðin. Ég var á GPS námskeiði í vikunni og var verkleg æfing í morgun upp í Kaldárseli. Veðrið var dásamlega fallegt og snjór yfir öllu. Kennarinn okkar var Sigurður Jónsson sem er í hjálparsveit Kópavogs hann var svolítið skondinn, vill að maður geri plön heima í stofu og fylgi þeim, en svoleiðis eru bara ekki okkar ferðir, við erum kannski einhverstaðar t.d upp í bústað og förum aðeins út að keyra og svo dettur okkur í hug að fara eitthvurt allt annað en í upphafi var talað um, svo svona plön duga okkur nú skammt, aðalatriðið er að kunna á tækin sem maður er með í höndunum og til þess var leikurinn gerður. Það sem mér kom mest á óvart er hvað GPS tækin geta verið ólikt sett upp, ég var sú eina sem var með bílatæki og voru forrit, skipanir og uppsetning allt öðruvísi en í göngutækjunum, en ég fékk þær upplýsingar og kennslu í því sem mig vantaði og er þá tilgangnum náð.Svo er fimmtugs afmæli framundan og verður sennilega húllum hæ í því
M