Þegar við komum að austan gerðum við okkur klár til að fara upp í sumarbústað og héldum þangað morguninn eftir. Þar var mjög gott veður sól og rok.
Sigurgeir fór í að rétta hliðið, en það var farið að halla ansi mikið og ég málaði það og líka hvítu fletina á gluggunum.
Svo bárum við á áburð og tókum til.Það voru fáir í dalnum, Smári var og Kalli, við og í neðsta bæ. Svo komu Díana og Stefán í kaffi og mat, Soffía,Friðjón og Þórður voru hjá Kalla og borðuðum við öll saman.Bjössi bróðir Hafrúnar sat hjá okkur þar til hún kom heim en Hafrún og Soffía skruppu í Borgarnes og voru Kalli,Friðjón og Þórður að veiða í Hreðavatni og veiddu bara vel
þann daginn, bæði Kalli og Þórður fengu fisk en Friðjón ekki. Svo fórum við öll á heiðina á sunnudeginum og skoðuðum vötnin, aðeins var rennt fyrir í Holtavörðuvatni og varð Þórður var en fékk ekkert. Soffía og fjölskylda fóru heim um kvöldið við fórum heim á mánudag en Kalli og Hafrún á þriðjudag.
M