Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
07.08.2008 18:02Ferð að Hamrafossi og myndirVið komum að Fossi til Erlings og Þuríðar um kvöldmatarleytið sunnudaginn 27 júlí og var vel tekið á móti okkur í mat og drykk. Svo fóru þeir feðgar að skoða kort og ákveða hvað ætti að fara á morgun og var ákveðið að fara inn á afrétt. Á mánudagsmorgni var komin mikil þoka, en við lögðum af stað og fórum upp með Þverá við ætluðum í hellaskoðun en það varð nú minna úr því en til stóð vegna þokunnar. Fórum að Laufbalavatni en þar var ætlunin að skoða hella en við sáum varla vatnið svo við sáum að það gat ekkert orðið úr því og alltaf sagði Erlingur "nú hlítur þokunni að fara að létta", Fórum svo upp að Blæng en þar er uppgerður skáli mjög fínn en hann er læstur . Fórum svo til baka í skálann við Miklafell en þar var gönguhópur sem var eitthvað tvístígandi um áframhald vegna þoku. Þar skoðuðum við"upps má ekki segja" og hittum Þórhall en hann sinnir göngufólki á þessum slóðum og sagði hann okkur frá helli sem við gætum skoðað og fórum við þangað, við Sigurgeir fórum inn í hann og var hann stór og með tveimur göngum í sitt hvora áttina en við vorum ekki með nógu öflugt vasaljós til að fara lengra inn í þá, en það er svolítið skrítið með Síðumenn að þeir eru ófáanlegir til að fara ofan í hellana segjast heldur vilja vera ofanjarðar meðan hægt sé?? Svo var farinn gamall slóði í átt að Hverfisfljótinu, við skildum bílinn eftir einhverstaðar í þokunni en tókum gps punkt á hann svo var bara gengið á hljóðið en einhverstaðar úti í sortanum var mikið vatnahljóð og komum við svo að fljótinu en sáum lítið.Var nú ákveðið að fara niður á láglendið og fórum svo niður á sandana og ákváðum að fara yfir Fossálana en þegar þangað var komið leist Erlingi ekki á vaðið svo hann fór og óð útí en fannst það ekki árennilegt, svo Sigurgeir sagðist koma á bílnum út í miðja á og ná í hann en þegar hann var búinn að snúa við í ánni ákvað hann bara að bakka yfir hana sem og hann gerði og varð sonur hans eitthvað skrítinn á svipinn , sagði þá sá gamli, sko ég hef einn afturábak en ef hann fer að grafa sig niður hef ég fimm áfram .Gott svar. Það beið okkar dýrindis matur þegar heim var komið og voru komnir fleiri gestir, þau Steingrímur og Eygló voru á húsbílnum sínum. Á Þriðjudagsmorgni fórum við aftur inn á afrétt í blíðskaparveðri og skoðuðum það sem við sáum ekki í gær og er geysi fallegt á þessum slóðum, meðal annars sáum við fálka, smyrla, kjóa og rjúpu og svo sáum við góðan urriða í Þverá. Komum niður um hádegið og þá fórum við út á Klaustur og að Tungu þar sem pabbi Þuríðar á bústað og nutum við veðurblíðunnar þar, fórum að veiða í læknum og ég datt úti svelginn við tunnuna og ekki vildi nú betur til en svo að sjónaukinn minn fór á kaf og er hann nú í viðgerð, svo þegar Sigurgeir ætlaði að stökkva yfir gaf bakkinn sig og hann lenti út í líka. Svo fórum við Þuríður og Guðný Kristín að reyna að veiða og fékk ég einn smá titt annars sýndist mér bara vera smátittir þarna.Við höfðum voða gaman að Guðnýu Kristínu og Kristbjörgu og eru þær mjög duglegar að leika sér saman og bara dúlla sér sjálfar. Síðasta daginn tókum við snemma og fórum upp í Húðarhelli þar sem Erlingur bað Þuríðar á sínum tíma , Guðný Kristín kom með okkur , skoðuðum okkur svo um og sáum þá þessar frægu klettagæsir en Erlingur var búinn að segja okkur frá þeim og langaði okkur til að sjá það með eigin augum og það var tilfellið að þær voru á neðstu syllunum og voru með unga þar. Fórum svo heim og náðum í þær mæðgur og gengum á Orrustuhól og er mjög víðsýnt og fallegt að líta yfir héraðið.Var þetta alveg frábær ferð og komum við örugglega þangað aftur. M Flettingar í dag: 466 Gestir í dag: 163 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343705 Samtals gestir: 30594 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:18:03 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is