Í þessari viku hefur verið skemmtilega gestkvæmt hjá okkur.
Sindri sonarsonur minn hefur komið til mín um 8 leytið á morgnana og verið með mér að þvælast , en Alda tengdadóttir fór norður í land og Unnar yngri sonur þeirra fór með henni, en Sindri vildi frekar vera heima enda var hann búinn að vera í einhvern tíma hjá afa og ömmu á Dalvík. Svo komu Einar Hallur, Ísól , Malik og hundurinn hann Úlfur kom náttúrulega líka í bæinn á þriðjudag og fórum við Sindri með þeim í búðir og svoleiðis.Tengdamamma átti afmæli í gær og varð hún 85 ára, börnin hennar ætla að halda henni smá veislu um helgina, þá verður nú fjör.
M
Svo kom sólin fyrir norðan þegar þau voru komin hingað suður, alveg típýst!