Í gær fórum við í bíltúr og fórum upp að Kleyfarvatni og var margt um manninn þar að njóta blíðunnar, svo fórum við út í Krísuvíkurbjarg og þegar við komum þangað hittum við Hollensk hjón sem voru búin að ganga frá Krísuvíkurkirkju og út á bjarg , þau voru á húsbíl og vildu ekki leggja hann í þessa för. Þau spurðu hvort þau mættu sitja í með okkur til baka og var það alveg sjálfsagt, þegar við fórum að spjalla við þau kom í ljós að þau voru ekki búin að sjá neinn Lunda svo við keyrðum með þau út á gamla vitann og fundum við lunda þar og svo sást út í Eldey og sögðum við þeim að þar væri stæðsta súlubyggð í evrópu, svo fannst þeim mjög gaman að komast í smá jeppaferð svona óvænt ,skiluðum við þeim svo í bílinn þeirra og buðu okkur í kaffi en við afþökkuðum og héldum leið okkar áfram út í Ísólfsskála en þar er komið kaffihús og virtist vera þó nokkuð að gera. Fórum svo í gegnum Grindavík og í Vogana og nutum veðurblíðunnar og kaffisopans þar. Fín helgi.
M