Þetta var nú aldeilis ágæt helgi hjá okkur , en við fórum í bústaðinn og komu Einar Hallur og fjölskylda og voru með okkur .
Við fórum sveitarúnt og fórum niður Skarðshamraveg og kíktum svo á Hreðavatnið og var þar fallegt að vanda, fórum svo upp að Jafnaskarði, svo var farið í Baulu og fengið sér ís.Þegar heim var komið var smá lúr tekinn og var svo farið að elda, við vorum með læri.Svo fóru krakkarnir inn dalinn og vorun að skoða álftarhræið sem tófan drap fyrir nokkru.Svo kom alveg frábært veður á sunnudagskvöldið algört logn og sól og var þá gaman að sullast í ánni. Krakkarnir fóru svo heim á mánudag en Einar Hallur hjálpaði pabba sínum að girða fyrir ána áður en þau fóru.. En á mánudeginum var mjög hvasst og gekk á með hellirigningu, Sigurgeir var úti og var að færa tré, ég fór ekki út fyrr en rigningin var hætt og fór þá að hreinsa "altarið". Komum svo heim í dag 17.júní og var mjög gott veður í allan dag, sól og blíða.
M