Í gær vorum við í stúndentaútskrift hjá Aroni og var það mjög gaman, frábær matur og virkilega grand.Svo horfðum við á Eurovision í gærkveldi og fannst okkur mörg góð lög þar, við vorum samt hrifnust af dananum, okkar fólk var líka mjög flott.
Það er búið að vera frábært veður í dag sól og 15 stiga hiti og fórum við í bæinn að skoða mannlífið, Grjótaþorpið og Þingholtin svo vorum við í Ráðhúsinu þegar Dagur barna var settur og var það gaman, þar var Frú Dorit og var hún dálítið púkalega klædd en bar sig vel, flott kerling. Fórum svo í kaffi til Soffíu og var hún að baka snúða, hún er ótrúlega iðin við að nenna að vera í eldhúsinu
.
Endaði svo daginn á að lesa reyfara í sólinni.
M