Já, það hefur borið svolítið á því undanfarið að 2 helgidagar beri upp á sama dag, mæðradagur og hvítasunnudagur í dag og 1.maí og uppstigningardagur báru líka upp á sama dag. Jæja en það hefur ekkert að segja fyrir mig sem er heimahangandi.(nýyrði hjá mér) Það hefur verið smá gestagangur hjá okkur undanfarið en í gær komu Soffía og tengdamamma, þær systur Valla og Ólöf komu líka að ná í Helga og fara með hann í afmæli hjá frænku þeirra. Andrés tengdasonur kom líka um kvöldmatarleitið og ætlan hann að vera fram á mánudag, þá fer hann með fulllestaðan flutningarbíl norður. Í dag komu Díana ,Stefán, Heiðar og Helga svo ætlaði Gunni minn og fjölskylda að koma en frestuðu því vegna anna hjá mér.Helgi Þór er orðinn góður eftir síðasta hitakast. Sigurgeir er búinn að vinna baki brotnu um helgina við að saga og brjóta múr og járn en við ætlum að fjarlægja steininn og nánast allt sem tilheyrir honum, steinveggi, grjót og plöntur. Dísa og Helgi Þór fara svo heim til Akureyrar á þriðjudaginn. M