Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Þetta eru nú meiri lætin sem búin eru að vera undanfarið bæði hjá almenningi(mótmæli), stjórnvöldum(sem hafa alveg gleymt til hvers þau voru kjörin á þing ) og lögreglu(sem býður upp á helvítis læti með sinni framgöngu og þá aðallega sérsveitin sem ég held að sé ekki með fulla fimm). Vonandi fer nú allt að róast, sumarið að koma og ríkisstjórn að fara í sumarfrí eftir öll fínu ferðalögin með einkaþotum "von að menn séu þreyttir".
Hjá okkur er nú lífið í nokkuð eðlilegum farvegi, Sigurgeir ákvað að lengja helgina og vinna hér heima enda af nógu að taka, ég lufsast þetta fram og til baka og geri mest lítið, en svona er lífið.
M