Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
21.04.2008 18:05Vorið er komið,nýjar myndirJæja, langt síðan maður bloggaði síðast en það er búið að vera bölvað vesen hjá stjórnendum vefsins og er enn t.d er ekki hægt að raða myndum, í gær var ekki hægt að setja inn myndir , vonandi fer þetta nú að lagast hjá 123.is. Helgin var frábær við fórum í dalinn á föstudagskvöldið veðrið fínt og á laugardag og sunnudag var um 9-11 ° hiti og sól. Farfuglarnir flykktust inn dalinn heyrðum meira segja í lóu sem er óvenju snemmt á þessum stað. Skruppum í ferð upp á heiði og fórum upp úr gryfjunum komumst á bílnum áleiðis með því að hleypa úr en snjórinn var mjög blautur og svo bara drulla ef farið var af sköflunum svo við lögðum bílnum og röltum upp að Tangavatni, það var allt ísilagt og ekkert líf fyrir ofan Fornahvamm.Alveg bongóblíða eins og myndirnar sýna m.a við árstíma. Þegar við komum heim sáum við að Kallarnir og Hafrún voru komin og kíktum í kaffisopa til þeirra svo buðu þau okkur í kvöldmat. Á sunnudeginum um hádegi hringdi Kalli í okkur og sagði að það væri tófa á lóðinni hjá sér og var hann byssulaus og myndavélarlaus svo þeir nafnarnir stugguðu henni niðureftir til okkar og ætlaði ég að skjóta hana fríhendis en það mistókst svo ég handlagaði byssunni til Sigurgeirs sem var hálfur upp á þaki og lá betur við og steindrap kvikindið, vorum með nýja tegund af skotum sem fara á 4000 fet á sek og lá skepnan áður en hvellurinn var þagnaður og hausinn af. Fúsi og Sigga voru í kaffi hjá okkur og var þeim nóg boðið og fóru úr dalnum. Um hina helgina vorum við á Akureyri og gistum hjá Einari Halli og Ísól, Helgi Þór var veikur svo við tókum Einar Geir með okkur og vorum með hann um helgina, annars var Malik fóstursonur Einars Halls líka veikur. Einar Hallur bauð upp á flotta steik kengúrufille alveg meiriháttar gott, en hann er mjög duglegur að elda. M Flettingar í dag: 630 Gestir í dag: 188 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343869 Samtals gestir: 30619 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:39:05 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is