Alveg er það með ólíkindum þegar hið opinbera ætlar að fara að stjórna okkur og kalla það svo "hagræðingu" fyrir hinn almenna borgara í þessu landi.
Þannig er mál með vexti að nú eru flestir landsmenn að huga að skattaskilum í tæka tíð svo þegar maður kemur inn á síðuna sína eða annara sem maður er með í vinnslu þá er flest allt sem stendur á samræmingarblaðinu alls ekki rétt, sérstaklega ef málin snúast um hlutabréf. Á einni skýrslu hjá mér eru 5 rangfærslur og ef maður ætlar að leiðrétta þær þá gengur það ekki upp vegna þess að það stemmir ekki við samræmingarblaðið! og þá er ekki hægt að skila skýrslunni. Til þess að fá skekkjurnar lagfærðar er aðeins ein manneskja hjá skattinum sem sér um það og ef maður er svo heppinn að fá tíma hjá henni tekur það um það bil tvo klukkutíma að fara í gegnum ferlið með henni.
Svo endilega góðu landar farið vel yfir skýrsluna ykkar svo þið lendið ekki í djúpum skít 1. ágúst.
M