Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
02.03.2008 17:29Snjósleðaleikur, nýjar myndirKalli mágur hringdi í okkur um hádegið í gær og bauð okkur að koma út að leika, sem við þáðum með glöðu geði og fórum við upp á Höfða og hittum hann þar. Hann var með tvo nýja snjósleða og ákveðið var að fara upp á Mosfellsheiði. Stoppuðum fyrst á Skálafells afleggjaranum þar voru sleðarnir teknir úr kerrunni og var farið að aka þar um, brátt fjölgaði í hópnum og kom Óli með sín börn, Friðjón og Viktor og með Kalla var Karl Rúnar. Þegar við vorum búin að fara nokkrar ferðir þar ákváðum við að fara innar á heiðina. Við Friðjón, Viktor og ég keyrðum sleðana áleiðis upp eftir en þá vildi nú ekki betur til en ég missti sleðann sem ég var á ofan í djúpan skafl og gróf hann sig niður þar, Friðjón og Viktor komu til baka til að athuga hvað væri að, þeir reyndu að lyfta sleðanum upp en réðu ekki við hann svo Friðjón fór að sækja hjálp og voru þeir bræður Kalli og Sigurgeir snöggir upp á sleðann og komu til mín gekk þeim 3 (Viktor) bærilega að losa mig upp héldum svo ferðinni áfram og komum fljótlega að bílunum, þá var Óli búinn að kanna snjóalög og var að moka sig upp en þurfti á endanum að hleypa smá úr.Svo þegar leikar stóðu sem hæst komu að tveir bílar Forrunner og Ford 150 þegar menn stigu út úr þeim bílum kom í ljós að þetta voru tveir æskufélaga Einars Halls þeir Gulli og Ingi Þór með sína litlu gutta, þegar Fordinn fór út af þjóðveginum lenti hann í sama skafli og Óli og sat þar fastur, Sigurgeir dró hann upp. Svo var bar verið að leika sér í hreint frábæru veðri fram eftir degi og endað í kaffi og nýbökuðum snúðum og pönnukökum hjá Soffíu.Hreynt frábær dagur. M Flettingar í dag: 853 Gestir í dag: 211 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 344092 Samtals gestir: 30642 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:00:09 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is