Jæja, þá er þessi vika liðin en henni eyddi ég á St.Jósefsspítala í nokkuð góðu yfirlæti miðað við aðstæður, það var mjög heimilislegt og gott fólk sem vinnur þar, en heima er nú samt alltaf bezt. Ég á að taka því rólega næstu 4 til 6 vikurnar þannig að ég ætti að vera búin að jafna mig um páska og þá verður nú gert eitthvað skemmtilegt, farið á fjöll eða bara í bústaðinn. Hér hefur gengið á með snjókomu og éljagangi í morgun eftir þýðuna í gær. Einar Hallur og Ísól fara að flytja á Grenivelli í vikunni þannig að það rýmkast vel hjá þeim. Dísa var í prófi í gær og gekk mjög vel var með 10 en hú er að taka tölvu og bókhalsnám.
M