Það er búið að vera rennerí af fólki hjá okkur um helgina, Fyrst komu Dísa, Andrés og synir svo komu Einar Hallur, Ísól og Malik töluvert seinna um kvöldið en þau lentu í smá basli á leiðinni heim, það fraus hjá þeim annað afturdekkið fast vegna þess að þau settu bílinn í handbremsu smá stund í Staðarskála, svo endaði með því að það sprakk hjá þeim og felgan ónýt, en þegar Einar fór út til að skipta um dekk var -19° og hann vettlingalaus ekki paar skemmtilegt. Fórum aðeins í búðir á laugardag svo var farið í gegnum Heiðmörkina og leiðinni var farið í Maríuhellir og skoðað þar í kring. Dísa og Andrés fóru á árshátíð hjá Eimskip á laugardagskvöldið.Svo upp úr hádegi í dag lögðu þau öll af stað norður og gekk ferðin bara vel og voru allir komnir til síns heima um kvöldmat. Friðjón, Soffía og Viktor kíktu í kvöldkaffi og voru hin hressustu, þetta var bara ansi góð helgi.
M