Jæja, þá er þorrinn genginn í garð með sínum áhlaupum í veðri, það snjóaði í gær en rignir í dag en svo á að kólna eftir helgi og snjóa aftur. Við fórum út að borða í gærkvöldi og var það bara flott, fyrst var boðið heim til Björgvins og Margrétar í fordrykk síðan var haldið á Grillið á Hótel Sögu þar var humar í forrétt alveg frábær svo var aðalrétturinn fylltur hryggvöðvi og svo kaffi og desert á eftir og var þessi matur hver öðrum betri og fallega borinn fram. Þjónninn tilkynnti hvað væri í hverjum rétti fyrir sig og spurði einnig hvort einhver væri með fæðuofnæmi, hef ekki heyrt það áður.
Við vorum 16 saman og var mikið fjör, hluti af fólkinu kíkti svo á dansiball í Súlnasal en við fórum heim og vorum komin um miðnættið.
Í dag komu Fanney, tengdamamma og helmingurinn af Vogafjölskyldunnu Díana, Stefán Aðalbjörg og synir til okkar í kaffisopa og var gaman að því. Fékk myndir frá Stefáni úr Köben ferðinni okkar um áramótin og set þær inn.
M