Við fórum í fallegu veðri í gær Bláfjallahringinn og vorum að kikja eftir rjúpum og tófu og er þetta nokkuð árviss ferð hjá okkur. Sáum á einum stað för eftir rjúpu en á nokkuð mörgum stöðum tófuspor. Hittum þarna mann sem gengur mikið á þessum slóðum og var hann að fara upp í Grindarskörðin, hafði hann einnig farið þangað um síðustu helgi og sagðist hann enga rjúpur hafa séð á þessum slóðum í vetur en þó nokkuð af fugli í Esjunni undanfarið, þannig að friðunin virðist ekki segja mikið.
Kíktum svo í kaffi til tengdamömmu, annars var þetta mjög góð helgi.
M