Jæja, þá er klukkan komin vel yfir miðnættið og við vorum að koma heim, en við byrjuðum daginn á að kíkja til Óla og Möggu og var frúin ansi lasleg, en hún hafði náð sér í flensu. Svo vorum við í mat hjá Hrönn og Gunna og var maturin hreint frábær það var byrjað á dásamlegri Rjúpusúpu svo var grilluð nautalund og í dessert voru bananar vafðir í pönnuköku og vættir með Amaretto líkkjör og svo hitað, þetta var allt algjört sælgæti. Vorum komin heim um kl 10 þá var okkur boðið í kvöldhressingu að Brúnastöðum efri , þar var boðið upp á kaffi og konjak ásamt ostum og öðru góðmeti svo maður er vel etinn eftir daginn.Ekki amalegur þessi dagur.
M
Ps. frétti að Árni bróðir, Kristín mágkona og Hafdís systir væru komin í nýju íbúðina sína á Spáni, ekki dónalegt hjá þeim og bara til hamingju!