Flettingar í dag: 853
Gestir í dag: 211
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 344092
Samtals gestir: 30642
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:00:09

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

06.01.2008 22:26

Nú árið er liðið. / Nýjar myndir


Þessi mynd er af Kóngsins Nýjatorgi þar er komið upp skautasvell og góð stemming.


Þá eru jóla og áramótagleðin að baki og voru þetta að mörgu leiti óvanaleg jól hjá okkur, engin börn eða barnabörn þar sem þau eru farin að halda eigin jól með sínum fjölskyldum.
Við borðuðum með Soffíu og Friðjóni á aðfangadagskvöld og var möndlugrautur í forrétt svo komu rjúpur og fasanar svo var endað hjá Kalla og Hafrúnu í is dessert og ekki komið heim fyrr en eftir miðnættið. Fengum góðar gjafir bækur, skó, föt, skart,snyrtivörur, verkfærasett og svo iPot sem er frábært tæki!!!!!1
Vorum með hangikjöt í hádeginu á jóladag, svo fórum við í kvöldmat til Stefáns og Díönu í Vogunum og þar var margréttað og allt var þetta bara flott.
Á annan dag jóla buðum við Guðrúnu tengdamömmu, Hrönn og Gunnari í kvöldmat og höfðum lambalæri.
Svo var farið í að pakka þar sem við eyddum restinni af árinu og byrjun nýs árs í Kaupmannahöfn. Það var mjög gaman, Kalli mágur átti fimmtugsafmæli og var haldið upp á það með viðhöfn, bauð hann okkur út að borða á Reef-N-beef sem var svaka flott. Við fórum í jólatívolíið, þar var jólalandið alveg frábært. Á gamlárskvöld var borðað á Restaurant Copenhagen Corner frábær staður. Eyddum svo áramótunum á Ráðhústorginu þar sem voru samankomin mörg þúsund manns, allt fullt af löggum, hernum, slökkviliði og sjúkrabílum mikið skotið og mikil læti, þarna settu menn raketturnar beint á götuna og kveiktu svo í og var þetta að fara inn á milli mannfjöldans. ´Díana og Hafrún ákváðu að fara með strætó heim og lentu þær í bölvuðu basli þar sem bílstjóri vagnsins réði ekki neitt við neitt og fékk hún taugaáfall(bílstjórinn) svo þær fóru úr vagninum við Norreport og gengu þaðan en við vorum í íbúð við Ravnsborgargötu sem er við Norðurbrú en þar var ungdómsfólkið búið að loka Drottningarbrúnni og slá þar upp balli og brennu á miðri götu en þær komust nú heim fyrir rest dálítið sjokkeraðar. Ég fór með strákunum og röltum við strikið og svo heim á leið og lentum náttúrulega líka í ungdómsfólkinu, okkur þótti það ekkert leiðinlegt, fórum svo heim en við Sigurgeir fórum út aftur til að fylgjast með en þegar farið var að brjóta rúður og hreinsa út vín úr búðunum fórum við heim, enda óeirðalöggan á leiðinni.Við fórum í góðar göngur út um alla Köben, einnig fórum við til Malmö svo var náttúrulega alltaf verið að fara í búðir og vorum við Díana duglegar við það við lélegar undirtektir karlanna okkar, en svona bara erum við með  þessi búðargen.
Bara frábært.
M

Flettingar í dag: 853
Gestir í dag: 211
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 344092
Samtals gestir: 30642
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:00:09

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar