Ósköp er nú notalegt að fá svona helgi fyrir jól, maður er bara ekki í neinu jólastressi heldur bara í hátíðarskapi og afslappaður. Við hjónin röltum okkur niður laugarveginn í dag í fallegu veðri og var töluvert af fólki á ferðinn, fengum okkur kaffisopa í kaffihúsinu Kaffitári og var bara traffík þar. Ég sá fullt af flottum fötum og dásamlegu skarti um allan bæ, það er ágætt að fara svona ferð bara einu sinni á ári annars setti ég bóndann fljótt á hausinn.
Svo enduðum við bæjarferðina á að fá okkur kjúkling á KFC.
Fljótlega eftir að við komum heim komu Erlingur, Þuríður og dætur og sátu góða stund hjá okkur. Erlingur er að hugsa um að matreiða rjúpu fyrir sig á nýjan hátt og vonandi gengur það vel. Ívar Örn ætlar að kíkja við hjá okkur á morgun, þá á ég bara eftir að hitta Andra Geir af barnabörnunum fyrir jólin, en kannski sé ég hann á morgun.
Höfum þetta gott í dag.
M