Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
25.11.2007 23:00Á rjúpu og nýjar myndirJæja við drifum okkur upp í dal á fimmtudagskvöldið og var andskoti kalt í kotinu eða 7¨° frost, drifum í að kveikja upp í arninum og gasið sett á fullt. Það tók 3 klst að komast upp í 12° . Gerðum okkur klár fyrir föstudaginn spáin vond og við ekki búin að ákveða hvað við myndum gera. Það var sæmilegasta veður þegar við fórum á stjá en það fór ekki að birta fyrr en upp úr kl.9. Fórum inn Sanddal og svo upp með Smiðjugili vorum svo á röltinu í Geststaðabungu og nágreni fram eftir degi sáum aðeins för austan í bungunni sáum 2 fugla og náðum þeim Sigurgeir náði sínum í gilskorningnum upp af mýrinni en ég mínum efst í Smiðjugili. Sáum ekki meira þann daginn, svo var heimferðin eftir þá fór ég nú að dragast verulega afturúr svo Sigurgeir kom til baka að athuga málið og var þá mín orka nánast búin var ekki nógu dugleg að fylgjast með sykrinum en fékk mér dísætan orkudrykk og náði niður í bíl á honum. Á laugardag fórum við upp á heiði og norður fyrir Konungsvörðu tókum fyrst Dældarlækinn, þá vildi nú ekki betur til en svo að þegar við fórum yfir girðingun stigum við nánast á tvær og flugu þær með hraði upp í kirkju. Röltum við um á þessu svæði fram að hádegi sáum bara för, en þau eru létt í poka.Komum svo upp í bíl og vorum að spá í framhaldið, en það sem kom til greina var Lambagilið eða Kirkjan, fórum í kirkjuna sáum engan fugl þar.Fórum niður í Lambagil og vorum þar kl. hálf fjögur, kiktum upp náðum sex og sáum fleiri en þá var komið myrkur svo við fórum heim í hús. Það var bruna gaddur uppi og fraus brauðið okkar og allir drykkir en frostið fór í 9°niður í bíl svo það hefur verið 12-14° uppi. Á sunnudag fórum við snögga ferð í Lambagilið fórum upp um kl.10 og komum niður um kl 2. náðum 5, svo datt ég á hausinn eins og venjulega og rak andlitið í hrísþúfu en allt í lagi með það svo hitti ég Sigurgeir og hann spurði bara hvað væri í gangi en þá var ég alblóðug í framan en þetta var nú ekki stór skurður. Svo bölvuðum við okkur fyrir að eyða tímanum í kirkjuna í gær því það hafði verið töluvert af fugli þarna um allt í svona 300 metrunum. Það var sami gaddurinn í dag. Ætli við séum þá ekki hætt í bili komin með okkar skammt. M Flettingar í dag: 853 Gestir í dag: 211 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 344092 Samtals gestir: 30642 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:00:09 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is