Á öðrum degi á rjúpu fórum við í Lambagilið fengu 2 þar, svo var arkað í átt að Grænuborgum og tíndar upp nokkrar á á þeirri leið, vorum með alls 12 þann daginn, það var þoka og úði en ágætis veður. Kíktum upp að Búrfellsá og þar um slóðir voru engir bílar.
Þriðji dagur: Fórum í Bláhæðina, hamrana og niður að Djúpavatni sáum nokkra fugla mjög stygga, náðum 3 þá var ekki stætt vegna SSA roks.
Hittum menn sem fóru í Grákollugilin og voru þeir með 1 rjúpu., svo var annar sem fór úr Heiðarsporði og upp með Norðurá upp að vatni og þaðan upp hlíðarnar upp að mastri hann sá og fékk eina, hann hitti hundamann við mastrið og hafði hann engan fugl séð.Almennt hafa menn lítið séð.
Erum núna á planinu þar sem sæluhúsið stóð og höfum ekki farið úr bíl hér er hífandi rok og gengur á með éljum, það eru tveir bílar við Miklagilið og sjáum við tvo menn í móanum fyrir neðan Tröllakirkjuna.Þá er bara að bíða eftir fimmtudegi og vona að veðrið skáni.
M