24.09.2007 17:38
Þá er skólinn byrjaður hjá mér, en ég ákvað að taka 30 rls réttindin í Fjöltækniskólanum
eða öðrum orðum pungaprófið og er þetta ansi fróðlegt sem komið er. Það kannski endar nú með því að ég læri á áttavita en mér hefur stundum orðið á að rengja hann í þoku svo ég hef farið eftir Gps tækinu mínu.Núna er ég að stinga út staðsetningar á sjókortum og er það bara skemmtilegt þó svo að maður sigli svo sjálfsagt eftir Gps tækjum ef maður fær sér einhverntíman einhverja skektu.
M