Jæja.
Þá er búið að koma dótturinni í hnapphelduna, en það var mjög falleg og vel lukkuð athöfn og fín veisla á eftir, en Dagga mágkona Andrésar var veislustjóri og fórst henni það vel úr hendi, hún sá einnig um að syngja einsöng bæði í kirkjunni og í veislunni með undirspili pabba síns og systur og var það mjög vel gert, hún flutti lagið Brú yfir boðaföllin í kirkunni og svo lögin Þú ein frá Andrési til Dísu og Ég fann þig frá Dísu til Andrésar. Svo hjálpuðust allir að við að gera veisluna fína og ganga frá á eftir.
Ég var voða fegin að Hrönn mágkona hjálpaði mér bæði kvöldið fyrir veislu við að setja saman kökur og gera heita rétti og einnig við að ganga frá en ég var orðin ansi þreytt og slæm í höndunum .
En þetta var hreint frábær helgi bjart og fallegt veður á laugardeginum en ansi svalt eða við frostmark. Komum heim á mánudagseftirmiddegi en þá fór ég í fyrsta tímann í Fjöltækniskólanum .
M