Jæja þá er maður búinn að fara á fiskidaga, handverkssýningu og skoða í búðir á norðurlandi, reyndar versla "pínulítið" annars var kalt og ekkert spes veður.
Nú er orðið tómlegt hér heima, Einar Hallur og Úlfur farnir til síns heima svo við erum bara tvö í kotinu.
Förum sennilega til fjalla um helgina.
Fékk símtal frá Hreindýraráði þar sem komið var að mér í úthlutun á belju á svæði 2, en ég var númer 75 á biðlista svo mér finnst eitthvað skrítið við þetta kerfi, en jæja ég afþakkaði þar sem ég ætla í skóla í haust og taka pungaprófið og svo á að skella sér í danaveldi síðar í vetur.