25.06.2007 10:24
Jæja, þá er blessuð Jónsmessan liðin og eyddum við hjónin henni inn í Básum í Þórsmörk, í sól og sumaryl, að vísu komu smá mold sveipir en að öðru leyti var ekkert að veðri.
Við tókum góðan göngutúr , fórum Bása hringinn og upp á Bólfellið fórum svo og lágum bara í sólbaði en það voru um 1500 manns í Básum, svo var varðeldur og söngur á laugardagskvöldið
Sem betur fer sluppum við, við alla bílalestin en við fórum Þrengslin báðar leiðir.
Virkilega ljúft.