30.04.2007 22:17
Jæja þá er búið að taka forskot á sumarið en við dvöldum á Akureyri um helgina í hreint dásamlegu veðri 22° hiti sól og blíða.
Fórum og fengum okkur að borða á Friðrik V meiri háttar matur og fín þjónusta.
Svo var bara verið að dúlla sér út um allan bæ.
Lögðum af stað á suðurleið, gekk vel að Staðarskála en flutningabíll með tengivagni hafði oltið við Hrútafjarðará og lokaðist vegurinn í 2 tíma meðan verið var að ná bílstjóranum út, en þyrlan flutti hann svo suður. Við ætluðum að stytta okkur biðina og fara á vaði yfir ána en ekki gekk nú betur en svo að við misstum bílinn í drullu og þurftum að kalla út mann á dráttarvél til að draga okkur upp úr gúmmelaðinu. Svo komum við við í bústaðnum og vorum þar í smátíma vorum svo komin heim um sex leytið.
Það á að banna þungaflutninga um þjóðvegina því þeir eru ekki gerðir fyrir svona stóra bíla. Mæli með að sjóflutningar verði teknir upp á ný.